Burt með bæklingana

Spörum tré og dýrmætt eldsneyti með
því að skipta út ferðabæklingunum fyrir
snjalla iPad lausn. Hentar öllum
sem eiga í samskiptum við ferðamenn
og vilja auka tekjurnar.

Svavar á Gullfoss kaffi

"Við fáum yfir 600 þús ferðamenn til okkar á ári og mikill tími
starfsmanna okkar hefur til þessa farið í að vísa veginn og
útskýra hvað sé í boði í næsta nágrenni. Núna vísum við beint á
iPad standana og ferðamennirnir sjá um þetta sjálfir. Ekki er verra
að fá síðan alla söluþóknunina til okkar"

Andrés í Iceland Activities, Hveragerði

"Hentar vel fyrir mig þegar ég sest niður með viðskiptavinum eftir ferðir hjá mér. Þeir eru oft með spurningar um hvað eigi að gera næst og vilja fá ráð."

1
1

Hvernig virkar
þetta?

Ferðamaður sér hvaða þjónusta
er í boði miðað við fjarlægð frá Ipad.
Velur vöru og bókar, fær afslátt
og borgar þegar komið er á staðinn.

 

MARGIR NOTKUNARMÖGULEIKAR

Hvernig fæ ég tekjur?

Öll söluþóknunin frá birgi (ferðaþjónustuaðila) fer til eiganda Ipad-sins. Eigandi Ipads getur síðan ákveðið hvort einhver afsláttur er veittur eða enginn. Þetta getur síðan haft ýmis viðbótar áhrif t.d. fyrir gistihús getur þetta þýtt hærra þjónustustig (meira hægt að gera í kring), sem aftur hefur þau áhrif að ferðamaður fjölgar gistinóttum á viðkomandi stað, sem eykur tekjurnar eða fyrir t.d. jeppaferðir þá geta þau selt líka ferð næsta dag (bílstjóri réttir ferðamönnum Ipad á seinasta fjórðungi ferðar) og fengið þannig auknar tekjur.Hulstur #1
Hulstur #2
Hulstur #3
Hulstur #4
Hulstur #5
Hulstur #6
Hulstur #7
Hulstur #8
Hulstur #9
Hulstur #10
Standur #1
Hulstur #11
Hulstur #12
Hulstur #13
Hulstur #14

Þetta er snilld! Hvað þarf ég að gera?

Þú þarft að eiga iPad! Hugsanlega viltu líka hafa stand/hulstur. Þú getur smellt á myndirnar hérna til vinstri til að skoða standa og hulstur frá Armor Active sem við erum endursöluaðilar fyrir. Hægt er að fá iPad hjá Epli, Macland eða iStore. Þegar þetta er komið setjum við lausnina upp fyrir þig að kostnaðarlausu. Flóknara er það ekki!

Hef áhuga hafið samband  eða hringið í síma 6960726 (Róbert)
Hafirðu áhuga á að vera birgir (ferðaþjónustuaðili) hjá okkur, sendu okkur línu á robert@ferdamenn.is og við sendum þér nánari upplýsingar.